Hreint Ísland –Saman til góðs og enn fallegra land.

Ísland er einstakt og Hreint ísland er einfalt mál.
Okkar einstaka Ísland er eldfjöll, fjöll,fjörur, skógar,sjór og náttúra sem við berum sameiginlega ábyrgð á að vernda.
Við erum með landið að láni.
Þess vegna þurfum við að skila því til afkomenda okkar hreinu.
Hreint Ísland er forvarnarverkefni sem hvetur fólk, fyrirtæki og
samfélög til að taka höndum saman í baráttunni gegn rusli í umhverfinu.

Þessi mynd var  tekin þegar Arnarnesplokkhópurinn var ný stofnaður. Forsprakkar Hreins Íslands að hreinsa Ása Björk og Erla Friðriks á fyrstu dögunum og af nógu var að taka.

Markmið Hreins íslands er að:

 

Efla vitund almennings um áhrif rusls á náttúru og dýralíf.

Fá alla til að hætta að henda rusli á götur, náttúru eða í sjó.

Hvetja fyrirtæki og stofnanir til ábyrgðar og sjálfbærra lausna.

Stuðla að hreinni framtíð þar – þar sem virðing fyrir landinu okkar er í forgrunni.

Mynd frá Stóra plokkdeginum 27. april 2025 í Garðabæ Einar Bárðason fremstur til vinstri á mynd.   Svona hreinsunarátak smitar svo frá sér.

Smátt rusl – stórt vandamál.

Þó lítið rusl virðist saklaust getur það haft alvarleg áhrif.

Nikótínpúðar og tyggjó eru sérlega hættuleg fuglum og smádýrum sem geta gleypt þau og veikst eða dáið.

Þessi litlu efni menga jarðveg , vatn og lífríki, það tekur mörg, mörg ár að brotna niður.

Hvað getur þú gert?

Hent alltaf rusli í viðeigandi ruslaílát og alls ekki henda í jörðina.

Nota fjölnota ílát og forðast einnota plast.

Taktu þátt i hreinsunarátaki í þínu hverfi eða á vinnustað, helst á báðum stöðum.

Deildu skilaboðunum - hvetjum hvert annað til góðra verka.

Saman getum við gert Hreint Ísland að raunveruleika. Smáveigis breyting, breytir miklu þegar við stöndum saman. Saman til góðs.

Þessi duglega stúlka heitir Sól og er 4 ára. Svo dásamlegt þegar foreldrar fara út með börnunum sínum og kenna þeim að taka upp rusl.

Þessi fallega Sól á örugglega aldrei eftir að henda rusli úti.  Ungur nemur gamall temur.

Fulltrúi Arnarnes plokkaranna eða tína plast úr trjánum.     Allt hægt í Garðabæ 😊

Um okkur

Hreint Ísland. Er áhugamannafélag stofnað 02.07.2025 af þremur áhugamanneskjum um Hreint Ísland.
Hreint Ísland er einfalt mál, viðhorfsbreyting hjá öllum þannig að allir beri ómælda virðingu fyrir landi okkar. Það eru forréttindi að búa á Íslandi.
Allt rusl á að fara i ruslatunnur. Nikótínpúðar, tyggjó og sigarettustubbar þurfa alltaf að fara i ruslatunnurnar.
Makmiðið er að 2030 verði viðhorfsbreytingin orðin algjör og Ísland
tandurhreint og rusl hvergi að sjá.
Stjórnvöld þurfa að beita sektum svo fólk hendi ekki rusli út í náttúruna. Sérstaklega tyggjó og nikótínpúðum.

Það þurfa allir að taka þátt!
Markmið Hreins Íslands er að skrifa beiðni til fyrirtækja um að vanda okkur betur. Byggingarfyrirtæki vandi sig betur.

Framleiðslufyriræki merki á allar umbúðir að rusl sé flokkað rétt.

Beiðni til skólayfirvalda að upplýsa alla námsmenn um mikilvægi þess að hafa landið okkar hreint.
Varðveitum íslenskuna. Íslenska er málið

Til að fá Hreint Ísland.

Þarf að fá stjórnvöld og bæjarfélög til að beita sektum þeim sem henda rusli.
Nr. 1 bera viringu fyrir landi okkar, löndum okkar og hreinlega öllum sem við mætum.
Tökum þátt og verum öll riddara kærleikans.
Ekkert er betra en Hreint land og fagurt land.

Eflum góðvild, kærleik og sýnum meiri samkennd, mikilvægt að sýna og koma fram við alla af virðingu sem við mætum.
Virðum mörk. Byrjum á börnunum þau þurfa að alast upp við þetta.
Tölum íslensku , gott að geta talað fleiri tungumál en milvægt að allir sem búa á Íslandi og vinna á Íslandi tali íslensku og
það er hlutverk okkar sem íslendinga að vernda tungumálið okkar.
Veljum heilbrigðari lífsstíl. Borðum hollt fæði og hreyfum okkur reglulega.
Heilbrigð sál í heilbrigðum líkama. Heilbrigðiskerfið er of upptekið af óþarfa.
Tökum höndum saman og virkjum alla saman til góðs.

Hluti af afrakstri Arnarnes plokkaranna  fyrsta laugardaginn í maí   

Hafðu samband

Location

Reykjavik, Iceland

Create Your Own Website With Webador